Heimild: Fotbollskanalen
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson á innan við sex mánuði eftir af samningi sínum við enska B-deildarfélagið Blackburn Rovers. Arnór er í miklum metum í Svíþjóð og félög þar sem fylgjast grannt með gangi mála.
Fotbollskanalen segir að meistararnir í Malmö hafi áhuga á honum. Einnig vilji Djurgarden og hans fyrrum félag Norrköping krækja í hann. Arnór yfirgaf Norrköping sumarið 2023 og samdi við Blacburn.
Fotbollskanalen segir að meistararnir í Malmö hafi áhuga á honum. Einnig vilji Djurgarden og hans fyrrum félag Norrköping krækja í hann. Arnór yfirgaf Norrköping sumarið 2023 og samdi við Blacburn.
Meiðsli og veikindi hafa gert það að verkum að Arnór hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í Championship-deildinni á þessu tímabili.
„Það er engin spurning að mig langar að vera áfram á Englandi. Stærsta sviðið er hérna. Auðvitað er líka eitthvað um þetta frá liðum utan Englands en fókusinn minn á að vera áfram á Englandi þar sem að draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði Arnór, sem er 25 ára, við Vísi í desember.
Athugasemdir