Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Lærdómsríkt ár á Englandi - „Stefnan að komast í A-landsliðið"
'Að vera kominn til Englands er algjör snilld. Svo er bara planið að vinna sig upp'
'Að vera kominn til Englands er algjör snilld. Svo er bara planið að vinna sig upp'
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
'Ég fékk þau skilaboð að byrjunin yrði róleg, en ég var strax settur inn á gegn Crystal Palace í FA bikarnum. Það gerði mjög mikið fyrir mig og kom mér hraðar inn í hlutina.'
'Ég fékk þau skilaboð að byrjunin yrði róleg, en ég var strax settur inn á gegn Crystal Palace í FA bikarnum. Það gerði mjög mikið fyrir mig og kom mér hraðar inn í hlutina.'
Mynd: Stockport County FC
Marki fagnað í byrjun mars í fyrra.
Marki fagnað í byrjun mars í fyrra.
Mynd: Stockport County
'Þetta er líkamlegra hérna, þetta er meiri fótbolti, meira plan og taktík'
'Þetta er líkamlegra hérna, þetta er meiri fótbolti, meira plan og taktík'
Mynd: EPA
'Það er stefnan að komast í A-landsliðið'
'Það er stefnan að komast í A-landsliðið'
Mynd: BBA
Skoraði 21 mark í Bestu deildinni 2024.
Skoraði 21 mark í Bestu deildinni 2024.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér finnst eins og ég sé betri í öllum þáttum leiksins.'
'Mér finnst eins og ég sé betri í öllum þáttum leiksins.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég veit alveg að Jói verður pirraður ef hann sér þetta'
'Ég veit alveg að Jói verður pirraður ef hann sér þetta'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Lúðvík Gunnarsson stýrir U21 liðinu út undankeppnina, ásamt Ólafi Kristjánssyni.
Lúðvík Gunnarsson stýrir U21 liðinu út undankeppnina, ásamt Ólafi Kristjánssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson sneri aftur á völlinn um liðna helgi þegar hann kom inn á gegn Reading. Benoný hafði misst af sjö leikjum í röð eftir að hafa meiðst gegn Crewe í byrjun desember.

Hann var að glíma við ökklameiðsli en sami ökklinn hefur verið að trufla hann í vetur. Hann er núna kominn af stað og horfurnar góðar.

„Ég skoraði gegn Crewe en missteig mig seinna í leiknum þegar ég steig ofan á annan leikmann. Núna er ég kominn aftur af stað," segir Benoný.

Lært helling
Framherjinn tvítugi var keyptur til Stockport County fyrir rúmlega ári síðan eftir að hafa orðið markakóngur í Bestu deildinni með KR. Hann hefur skorað fimm mörk í 26 leikjum fyrir Stockport í öllum keppnum.

„Mér líður mjög vel með þetta fyrst ár, þetta hefur verið mjög gaman, ég er búinn að læra alveg helling og öðlast mikla reynslu. Ég er búinn að vera pínu óheppinn á þessu tímabili. Ég byrjaði frekar vel í fyrra, komst miklu hraðar inn heldur en ég bjóst við. Ég fékk þau skilaboð að byrjunin yrði róleg, en ég var strax settur inn á gegn Crystal Palace í FA bikarnum. Það gerði mjög mikið fyrir mig og kom mér hraðar inn í hlutina. Ég æfði betur en þeir héldu að ég myndi gera og sáu að ég væri tilbúinn. Ég var bara að spila minn leik, reyndi að æfa eins vel og ég gat eins og alltaf og þeir sáu að ég væri tilbúinn. Það að komast strax inn á völlinn hjálpaði mér klárlega að aðlagast hraðar."

Gæsahúð þegar lagið var sungið
Hvernig er að búa á Englandi?

„Það er mikil veisla. Það er þægilegt að tala ensku og allt snýst um fótbolta. Það er gott að búa í Manchester, það er allt til alls hérna."

Í Stockport, veit fólk hver þú ert?

„Já, það hefur gerst nokkrum sinnum líka í Manchester að fólk komi upp að mér. En inni í Stockport þá er meira um það. Það er bara stemning að fólk viti hver maður er. Stuðningsmenn Stockport deyja fyrir klúbbinn, mikil ástríða og gaman af. Þeir eru með eitthvað lag um mig og það peppar mann að heyra það. Ég fékk gæsahúð fyrst þegar ég heyrði lagið og núna peppar þetta mann mikið, sérstaklega ef maður er að gera vel í leiknum og fólk lætur ánægju sína í ljós, það peppar mann enn meira."

„Ég er bara kallaður Benó og svo er það bara þetta týpíska yfir Íslending erlendis: Iceman."


Stockport situr í 6. sæti C-deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti í B-deildinni þegar 22 leikir eru eftir af mótinu. Liðið mætir Huddersfield á heimavelli á morgun og Benoný er í leit að sínu fyrsta deildarmarki á tímabilinu.

Ef þú horfir til baka, ertu ánægður með skrefið til Englands??

„Mjög ánægður. Fótboltinn á Englandi er besti og skemmtilegasti fótboltinn myndi ég segja. Að vera kominn til Englands er algjör snilld. Svo er bara planið að vinna sig upp."

„Við viljum klárlega vera ofar í deildinni. Stefnan er að komast upp í Championship. Stockport hefur á síðustu árum verið á mikilli uppleið og það er áfram búist við miklu frá okkur."


Hvernig er umfjöllunin um Stockport?

„Ég verð ekki mikið var um hana, ég fylgist ekki vel með fjölmiðlunum sem fjalla um deildina eða liðið, ég reyni að halda mig frá því. Ég er ekki að leita uppi hvernig umfjöllunin er eftir sigra eða töp. Ég stilli mína samfélagsmiðla þannig að ég sé þetta ekki."

Á að vera byrjunarliðsmaður í liðinu
Hvernig líður þér með stöðu þína í liðinu? Líður þér eins og þú sért alltaf að fara spila í hverjum leik?

„Klárlega. Ég hef heyrt það frá þjálfurunum og veit það sjálfur að ég á að vera byrjunarliðsmaður í þessu liði. Ég er búinn að vera mjög óheppinn með meiðsli. Þegar ég er heill þá er ég að spila og kem mér inn í liðið."

Í C-deildinni eru stór félög og stórir leikvangar. Hvernig er stemningin á leikjum?

„Það kom mér á óvart í byrjun að það er bullandi stemning á hverjum einasta leik sem við spilum. Núna um daginn mættum við Northampton, þeir fylltu nánast völlinn og það gerist ekki oft. Maður finnur á stóru völlunum hjá Reading, Wigan og Bolton að þar er mesta stemningin."

Enn faglegra en hann bjóst við
Hvernig lýsir þú muninum á því að spila með Stockport og spila með KR?

„Leikmenn í þessari deild eru allir með þetta sem sína vinnu, að spila fótbolta er lífið þeirra. Á Íslandi eru flestir með aðra vinnu. Þetta er líkamlegra hérna, þetta er meiri fótbolti, meira plan og taktík. Þetta er fagmannlegra umhverfi."

„Ég bjóst við því að þetta væri faglegt hérna, en þetta er eiginlega enn faglegra en ég bjóst við. Ég fer á æfingasvæðið á morgnana, borða, fundur, líkamsrækt, æfing, matur og aftur líkamsrækt. Allur dagurinn er á æfingasvæðinu. Svo er bara farið heim í slökun og næsti dagur endurtekning. Svona er bara lífið."

„Ég hef þroskast alveg helling á því að vera hérna. Hegðun, framkoma og allt það, mér finnst ég hafa þroskast mikið í því sem atvinnumaður. Innan vallar hef ég bætt mig mikið, við erum með sóknarþjálfara og ég er orðinn betri í því að klára færin. Ég hef líka styrkt mig mikið, við erum mikið í ræktinni. Mér finnst eins og ég sé betri í öllum þáttum leiksins. Varðandi varnarleikinn er aðeins minna fókusað á pressuna en við gerðum hjá KR, hér er fókusað meira á að spila fótbolta og pressan kemur bara með í því."

„Ég hef líka lært að taka gagnrýninni betur, það er mikið af fundum og maður fær stundum að heyra það frá þjálfaranum. Hann á það alveg til og maður hefur lært að taka það á kassann."


Benoný býr í Manchester og er um 20 mínútur að koma sér á æfingasvæði Stockport og rúmlega það á heimavöllinn. Hefur verið eitthvað vesen í umferðinni?

„Nei, ekkert þannig. Það var smá erfið fyrsta keyrslan, 45 mínútna akstur eftir að ég sótti bílinn og ég hafði aldrei keyrt á Bretlandi áður. Það tók mig kannski viku að venjast þessu. Núna er bara meira vesen þegar maður kemur heim til Íslands og venjast því að keyra þar aftur."

Betri en Jói í NBA 2K
Hvað gerir atvinnumaður á Englandi í frítíma sínum?

„Ef ég er einn þá er ég mikið bara heima. En ef fjölskylda eða vinir koma þá förum við inn í miðbæ Manchester. Ég er mikið í tölvunni með vinunum, slaka á þannig. Ég er mikið í NBA 2K með Jóa Bjarna en tek alveg aðra leiki líka. Ég myndi segja að ég sé betri en Jói, en ég veit alveg að hann verður pirraður ef hann sér þetta."

Svekkjandi byrjun á undankeppninni og nýr þjálfari
Benoný hefur verið í stóru hlutverki hjá U21 landsliðinu. Hann á að baki 15 leiki með U21 og hefur í þeim skorað fimm mörk.

Liðið byrjaði undankeppnina fyrir EM alls ekki vel, liðið tapaði heima gegn Færeyjum og gerði jafntefli úti við Eistland. Hvernig var að vera hluti af því liði og svo svara fyrir það í kjölfarið?

„Fyrstu úrslitin voru mjög svekkjandi af því við vissum að við vorum miklu betra lið en þau. Við náðum bara ekki að sýna hvað við erum góðir í fótbolta. Við gáum mörkin á móti Færeyjum, færeyska liðið á að mínu mati ekki að vera á þeim stað sem þeir eru í riðlinum."

„Í hinum leikjunum þá sýndum við okkar leik, við vorum t.d. fáránlega góðir á móti Lúxemborg."


Lúðvík Gunnarsson og Ólafur Kristjánsson munu stýra liðinu út undankeppnina. Hvernig líst þér á það?

„Við erum mjög ánægðir með Lúlla og sambandið við hann er gott. Það var gott að vinna með honum í lokaleikjum síðasta árs eftir að Óli tók við Blikum. Lúlli er ekkert að breyta alltof miklu. Hann veit í hverjum við erum góðir og flott að fá inn hugmyndirnar hans Óla Kristjáns líka."

Var svekkjandi að sjá á eftir Ólafi Inga?

„Já, það var það. Ég og hann áttum í góðu sambandi, það er gott að ná góðu sambandi utan fótboltans líka við þjálfarann. Hann er mjög góður þjálfari og maður sér strax hvað hann er búinn að gera vel með Blikana."

A-landsliðið markmiðið
Upp á framhaldið, ertu að horfa í að ef þú spilar vel með Stockport þá gæti kallið í A-landsliðið frá Arnari komið fljótlega?

„Já, ég er klárlega að gera það. Ég veit að þegar ég fer að spila meira hér og stend mig vel verð ég alltaf meira inn í myndinni. Það er stefnan að komast í A-landsliðið."

Markmiðið fyrir restina hjá tímabilinu er að stimpla sig almennilega inn í deildina á Englandi. „Stefnan er að komast á gott skrið í að skora mörk, fara byrja alla leiki og stimpla mig vel inn."

„Endamarkmiðið er alltaf að spila í toppdeildunum"
Það dreymir flesta um að spila í úrvalsdeildinni. Ertu að horfa þangað?

„Já, alveg klárlega. Hvort sem það verður með Stockport eða ekki, þá væri draumur að spila í úrvalsdeildinni. Endamarkmiðið er alltaf að spila í toppdeildunum."

Lofar marki gegn Wigan
Það er ástríðuferð Fótbolta.net í næsta mánuði þegar Stockport mætir Wigan. Ætlar þú að lofa marki fyrir þá sem mæta?

„Jú, verð ég ekki að gera það? Vonandi verð ég heill og næ aðeins að sýna mig í þeim leik," segir Benoný.
Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Cardiff City 24 16 3 5 42 24 +18 51
2 Lincoln City 25 14 6 5 40 26 +14 48
3 Bradford 24 13 7 4 34 25 +9 46
4 Huddersfield 25 11 6 8 45 34 +11 39
5 Bolton 24 10 9 5 31 22 +9 39
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Stockport 24 11 6 7 33 30 +3 39
7 Stevenage 22 10 7 5 26 18 +8 37
8 Luton 24 10 5 9 33 29 +4 35
9 Reading 24 9 8 7 32 28 +4 35
10 Wycombe 25 8 9 8 32 28 +4 33
11 Mansfield Town 23 9 5 9 31 28 +3 32
12 Peterboro 24 10 2 12 30 33 -3 32
13 Wimbledon 24 9 4 11 27 33 -6 31
14 Exeter 24 9 3 12 25 23 +2 30
15 Wigan 24 7 9 8 26 27 -1 30
16 Plymouth 25 9 3 13 32 39 -7 30
17 Barnsley 21 8 5 8 33 33 0 29
18 Blackpool 25 8 5 12 31 37 -6 29
19 Northampton 24 8 5 11 22 28 -6 29
20 Leyton Orient 24 8 4 12 35 41 -6 28
21 Burton 24 7 6 11 23 34 -11 27
22 Rotherham 24 6 6 12 22 35 -13 24
23 Doncaster Rovers 24 6 5 13 24 41 -17 23
24 Port Vale 23 4 6 13 18 31 -13 18
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 14 - 2 +12 10
2.    Færeyjar 6 3 0 3 6 - 12 -6 9
3.    Sviss 5 2 2 1 7 - 4 +3 8
4.    Ísland 5 2 2 1 7 - 5 +2 8
5.    Lúxemborg 5 1 1 3 6 - 9 -3 4
6.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
Athugasemdir
banner
banner