Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. febrúar 2021 10:48
Elvar Geir Magnússon
Alfons og félagar í sóttkví
Alfons Sampsted spilar með Bodö/Glimt.
Alfons Sampsted spilar með Bodö/Glimt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska meistaraliðið Bodö/Glimt er komið í sóttkví eftir að hluti leikmannahópsins var í samskiptum við aðila sem smitaðist af Covid-19.

Félagið ákvað að loka æfingasvæðinu og fara í sjálfskipaða sóttkví eftir að málið komst upp. Hópurinn hefur farið í skimun og bíður eftir niðurstöðu.

Þetta er í annað sinn á árinu sem Covid-19 smit setur strik í reikninginn í undirbúningi Bodö/Glimt.

Alfons Sampsted er meðal leikmanna Bodö/Glimt en liðið varð norskur meistari með glæsibrag á síðasta tímabili. Hann er lykilmaður í U21 landsliði Íslands sem fer í lokakeppni EM í næsta mánuði.

Nýtt tímabil fer af stað í Noregi þann 5. apríl.


Athugasemdir
banner
banner