Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. febrúar 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Laporta: Höfum ekki í hyggju að selja Ansu Fati
Mynd: EPA
Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að framherjinn Ansu Fati sé ekki til sölu. Þessi tvítugi spænski landsliðsmaður hefur verið orðaður við Manchester United.

„Við höfum ekki í hyggju að selja hann. Ég get ekki spáð fyrir hvað gerist í framtíðinni en við berum vonir og væntingar til hans," sagði Laporta í dag.

„Xavi (stjóri Barcelona) er að gefa honum tækifæri. Hann er í miklum metum hjá okkur og með hlutverk í hópnum. Það er ekki okkar vilji að selja hann."

Árið 2019 varð Fati yngsti markaskorari í sögu Barcelona og yngsti markaskorarinn í Meistaradeildinni áður en hann varð yngsti markaskorari í sögu spænska landsliðsins.

Hann fékk treyju númer 10 þegar Lionel Messi yfirgaf félagið 2021 en erfið meiðsli og aukin samkeppni hafa hægt á framþróun hans.
Athugasemdir
banner
banner