Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   fim 09. febrúar 2023 13:35
Elvar Geir Magnússon
„Sancho getur gert gæfumuninn fyrir okkur“
Jadon Sancho er mættur aftur í slaginn hjá Manchester United en hann fékk leyfi frá æfingum og keppni vegna andlegra erfiðleika. Sancho hefur komið af bekknum í síðustu tveimur leikjum og í gær skoraði hann jöfnunarmarkið í 2-2 leik gegn Leeds.

„Það er mikilvægt fyrir alla að fá hann aftur, við viljum að sem flestir séu tilbúnir fyrir liðið. Jadon er farinn að fá mínútur og er byrjaður að skora. Það er innspýting fyrir hann og fyrir liðið í þeirri baráttu sem er eftir seinni hluta tímabilsins," segir Bruno Fernandes, miðjumaður United.

„Við vitum hvað Jadon getur komið með inn í liðið. Við þekkjum hæfileika hans og það er gleðiefni að fá hann aftur. Hann er leikmaður sem getur gert gæfumuninn í leikjum, hvort sem það er sem byrjunarliðsmaður eða af bekknum."

Eftir leikinn í gær sagðist Erik ten Hag, stjóri United, vera stoltur af Sancho.

„Jadon er stórkostlegur fótboltamaður sem getur gert frábæra hluti fyrir liðið okkar. Í kvöld gerði hann gæfumuninn og ég veit að hann getur haldið áfram að skipta miklu máli þegar honum líður vel. Eins og staðan er í dag þá líður honum vel. Ég held að þetta mark muni hvetja hann til að gera meira," sagði Ten Hag.

Manchester United freistar þess að vinna Leeds á sunnudaginn en þá leika liðin á Elland Road. Sá leikur er einnig í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner