Það fóru tveir leikir fram í þýska boltanum í dag þar sem Holstein Kiel gerði jafntefli við Bochum í fyrri leik dagsins.
Heimamenn í Kiel tóku forystuna með marki úr vítaspyrnu snemma leiks en Myron Boadu sneri stöðunni við með tvennu á þriggja mínútna kafla.
Bochum leiddi því 1-2 í leikhlé en David Zec jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og urðu lokatölur 2-2.
Liðin áttust við í botnslag deildarinnar og verma enn tvö neðstu sætin í Bundesliga.
Í Leipzig tóku heimamenn á móti nýliðum St. Pauli og skoraði Benjamin Sesko fyrsta mark leiksins eftir góðan undirbúning frá Xavi Simons.
Sesko gerði vel að plata varnarmann St. Pauli áður en hann skoraði og 20 mínútum síðar var hann búinn að endurlauna Xavi greiðann. Sesko gaf frábæra stoðsendingu á Xavi sem skoraði úr góðu færi til að tvöfalda forystu heimamanna.
Gestirnir í liði St. Pauli börðust og áttu skot í slána áður en flautað var til leikhlés. Willi Orbán fékk að líta beint rautt spjald í síðari hálfleik en tíu leikmönnum Leipzig tókst að halda hreinu.
Lokatölur urðu 2-0 og er Leipzig í fjórða sæti deildarinnar, með 36 stig eftir 21 umferð. St. Pauli er sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 21 stig.
RB Leipzig 2 - 0 St. Pauli
1-0 Benjamin Sesko ('16 )
2-0 Xavi Simons ('35 )
Rautt spjald: Willi Orban, RB Leipzig ('69)
Holstein Kiel 2 - 2 Bochum
1-0 Steven Skrzybski ('3 , víti)
1-1 Myron Boadu ('37 )
1-2 Myron Boadu ('39 )
2-2 David Zec ('50 )
Athugasemdir