Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. mars 2021 11:17
Magnús Már Einarsson
Fylkir að fá enskan sóknarmann
Jordan Brown.
Jordan Brown.
Mynd: Getty Images
Fylkir er að semja við enska framherjann Jordan Brown en Dr. Football greinir frá þessu í dag.

Brown er 24 ára gamall en hann hefur í vetur spilað með Aalen í fjórðu efstu deild í Þýskalandi. Brown spilaði bæði með yngri liðum Arsenal og West Ham á sínum tíma.

Árið 2015 spilaði Brown með West Ham í Evrópudeildinni en hann var síðar lánaður til Chelmsford City í ensku utandeildinni.

Brown spilaði með varalið Hannover og um skamman tíma með Znojmo í B-deildinni í Tékklandi áður en hann fór til Cavalry í Kanada árið 2019. Þar spilaði hann í tvö ár í úrvalsdeildinni í Kanada og skoraði sjö mörk.

Dr. Football segir frá því að Brown sé vinur Djair Parfitt-Williams sem kom til Fylkis í fyrra en þeir voru á mála hjá West Ham á sama tíma.
Athugasemdir
banner
banner