Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, segir að það sé markmið liðsins að vinna allar keppnir á þessu tímabili.
Man City á enn möguleika á að vinna fernuna en liðið er einnig á toppi úrvalsdeildarinnar með 11 stiga forskot.
Það forskot minnkaði um helgina þegar Manchester United vann liðið 2-0 á Etihad vellinum.
„Við þurfum að vinna næsta leik, við þurfum að vera einbeittari. Við megum ekki taka skref til baka," sagði Zinchenko.
„Við erum enn á lífi í öllum keppnum. Markmiðið er að vinna allt á tímabilinu og ég vona að við náum því."
„Við erum enn lifandi og höfum efni á að gera mistök en við komum til baka sterkari en áður, ég er viss um það."
Athugasemdir