Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mið 09. mars 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hilmir Rafn Mikaelsson (Fjölnir/Venezia)
Lengjudeildin
Mynd: Venezia
Jakob Franz
Jakob Franz
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
KJ
KJ
Mynd: Venezia
Eiður Aron sá til þess að Hilli sást ekki.
Eiður Aron sá til þess að Hilli sást ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Öll skotin inni hjá Jóhanni Árna
Öll skotin inni hjá Jóhanni Árna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmir Rafn gekk í raðir Venezia á Ítalíu í ágúst á síðasta ári. Hann er á láni hjá félaginu frá uppeldisfélagi sínu Fjölni og er ítalska félagið með forkaupsrétt á Hilmi. Hjá Venezia spilar hann með Primavera liði félagsins og hefur verið iðinn við kolann að undanförnu.

Hann er fæddur árið 2004 og á að baki fimm leiki fyrir U19 landsliðið. Í þeim leikjum hefur hann skorað þrjú mörk. Áður en hann fór til Venezia lék hann ellefu leiki í Lengjudeildinni og skoraði tvö mörk og tvö mörk í tveimur bikarleikjum. Í dag sýnir framherjinn á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
„Þeir spila annað hvort með okkur eða verða áfram á Ítalíu"

Fullt nafn: Hilmir Rafn Mikaelsson

Gælunafn: Hilli

Aldur: varð 18 ára í febrúar

Hjúskaparstaða: á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í byrjun 2020, 16 ára

Uppáhalds drykkur: íslenskt kranavatn er geitin

Uppáhalds matsölustaður: hef alltaf verið mikill subway fan

Hvernig bíl áttu: ég á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: breaking bad eru of góðir þættir

Uppáhalds tónlistarmaður: það er enginn sérstakur í uppáhaldi hjá mér núna

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football og FM95blö

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr og Pétur Jóhann eru kóngarnir

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “wth”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: verð að segja Stjarnan, veit ekki afhverju en ég hataði alltaf Stjörnuna eftir leiki.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eiður Aron Sigurbjörnsson, hef aldrei sést jafn lítið í leik.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sem hefur hjálpað mér mest eru þjálfarnir hérna á Ítalíu en þeir skemmtilegustu eru margir.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jóhann Árni, eiginlega öll skot inni

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: leit of mikið upp til Cristiano Ronaldo, herbergið mitt var fullt af myndum af honum þegar ég var yngri.

Sætasti sigurinn: Vinna Blika annað árið í röð í bikarnum, í 3. flokk

Mestu vonbrigðin: að verða ekki Íslandsmeistari í 3. flokk

Uppáhalds lið í enska: er grjótharður poolari

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Halldór Snæ úr Fjölni

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Anton Einar Mikaelsson litli bróðir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sigurpáll Melberg lookar

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Bríet Ingibjörg Mikaelsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kristófer Jóns eða KJ

Uppáhalds staður á Íslandi: Minn heimabær Hvammstangi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í sumar þegar ég var búinn að klúðra þrem dauðafærum á móti Víking Ó þegar við vorum 0-1 undir. Við náum að jafna í uppbótartíma, síðan slepp ég einn í gegn á lokasekúndu leiksins og Hilli skorar, hef sjaldan verið jafn glaður

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei ekkert sérstakt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: hef gaman af handbolta, aðallega þegar Ísland er að spila

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor eða Nike phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku, skil ekki af hverju það er verið að kenna þetta tungumál

Vandræðalegasta augnablik: Það poppar ekkert upp í hausinn á mér

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Jakob Franz, Kristófer Jóns og Hrafn Viggó Eiríksson. Jakob myndi alltaf redda okkur út úr vandræðum. Kristó væri pabbinn og Hrafn myndi passa að við myndum ekki deyja úr leiðindum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: tala oftast um sjálfan mig í 3. persónu

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Örugglega Kristófer Jóns, vissi ekki að hann væri svona góður

Hverju laugstu síðast: Hilli lýgur ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: boltalaus upphitun er vel þreytt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Ronaldo af hverju Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner