
Karen María Sigurgeirsdóttir er mætt heim í Þór/KA eftir að hafa leikið með Breiðabliki frá 2021. Hún kemur til félagsins á láni út næstu leiktíð.
Karen María spilaði fyrstu leikina í meistaraflokki með Þór/KA 2017 og var í leikmannahópi félagsins sem vann Íslandsmeistaratitilinn það ár.
Hún var síðan lánuð hluta tímabilsins 2018 í Hamrana og spilaði þar ellefu leiki í næst efstu, en síðan aftur með Þór/KA síðsumars og haustið 2018 þegar liðið tók þátt í Meistaradeild Evrópu.
Karen María er fædd og uppalin á Akureyri, en samdi við Breiðablik haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Karen María er samningsbundin Breiðabliki út tímabilið 2024 og kemur á lánssamningi í Þór/KA.
Karen María, sem getur leyst margar stöður á vellinum, lék 17 leiki með Breiðabliki í Bestu deildinni síðasta sumar og skoraði þá eitt mark. Hún á að baki mikinn fjölda yngri landsleikja sem og einn skráðan A-landsleik en það var í raun U23 landsleikur sem var spilaður á síðsta ári.
Athugasemdir