Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 09. apríl 2020 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestu erlendu leikmenn á Íslandi - „Fyrir mér var Luka Kostic yfirburðar af öllum þessum"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í gær voru Hjörvar Hafliðason og Freyr Alexanderson gestir Guðmundar Benediktsson í þættinum í Sportið í kvöld.

Til umræðu var hvaða erlendi leikmaður sé sá besti sem hefur leikið á Íslandi. Margir voru nefndir til sögunnar. Zoran Miljkovic, Allan Borgvardt og Patrick Pedersen voru nefndir af Hjörvari.

Freyr bætti við Luka Kostic. „Mér fannst hann svo ofboðslega góður, hvernig hann las leikinn, tæknilega góður og spyrnugeta," sagði Freyr um Luka. Freyr fór einnig fögrum orðum um Tommy Nielsen og Mihajlo Bibercic. Bibercic var fyrsti útlendingurinn sem varð markahæsti leikmaður Íslandsmótsins.

Fleiri nöfn komu upp í umræðunni og má nefna Steven Lennon, Zoran Ljubicic, Izudin Daða Dervic, Barry Smith, Sinisa Kekic og Ejub Purisevic, umræðan þróaðist einnig út í þá leikmenn sem er ótrúlegt að hugsa til að komu í lið í neðrideildirnar á Íslandi en það var vegna stríðsástands í Austur-Evrópu.

Guðmundur Benediktsson bætti við David Winnie sem lék með KR um aldamótin.

„Fyrir mér var Luka Kostic yfirburðar af öllum þessum leikmönnum sem nefndir hafa verið," sagði Guðmundur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner