Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 09. apríl 2020 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róm og Bilbao íhuga að hætta við að halda EM
Mynd: Getty Images
EM allsstaðar átti að fara fram nú í sumar en hefur verið frestað vegna kórónaveirunnar fram á næsta sumar. Mótið mun bera heitið EM2020 en fer samt fram sumarið 2021.

Róm og Bilbao eru meðal þeirra borga sem áttu að halda mótið en þessar tvær borgir eru sagðar meðal þeirra borga sem íhuga alvarlega að hætta við að halda mótið.

Samkvæmt heimildum Daily Mail eru nokkrar borgir að skoða stöðu sína. Því gæti UEFA mögulega þurft að skoða breytingar á fyrirkomulagi mótsins en staðan er óljós vegna kórónaveirunnar.

UEFA tilkynnti þó sjálft í dag að uppleggið væri að sömu tólf borgir og áttu að halda mótið í ár myndu halda mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner