Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. apríl 2021 09:33
Magnús Már Einarsson
Manchester United og Chelsea vilja Vazquez
Powerade
Lucas Vazquez
Lucas Vazquez
Mynd: Getty Images
Aguero er orðaður við Leeds og Chelsea.
Aguero er orðaður við Leeds og Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru á fullu að grafa upp kjaftasögur fyrir sumarið.



Leeds hefur blandað sér í baráttuna um Sergio Aguero (32) en hann er á förum frá Manchester City í sumar. (90min)

Framtíð Kylian Mbappe (22) hjá PSG er í óvissu en hann verður samningslaus í sumar. (Telegraph)

Mbappe ætlar ekki að gera nýjan samning því hann vill ganga til liðs við Real Madrid. (Cuatro)

Real Madrid er tilbúið að láta Vinicius Juinor (20) fara til PSG í sumar sem hluta af kaupverði fyrir Mbappe. (Metro)

Lucas Vazquez (29), kantmaður Real Madrid, verður samningslaus í sumar en Manchester United og Chelsea hafa áhuga á honum. (Sun)

Edinson Cavani (34), framherji Manchester United, er að færast nær því að ganga í raðir Boca Juniors. (ESPN)

Chelsea gæti reynt að fá bæði Erling Braut Haaland (20) og Sergio Aguero í sumar. (90min)

Lyon er með 25 milljóna punda verðmiða á danska varnarmanninum Joachim Andersen (24) en hann er í láni hjá Fulham í dag. Manchester United og Tottenham hafa áhuga. (Metro)

West Ham hefur áhuga á miðjumanninn Yangel Herrera (23) sem er á láni hjá Granada frá Manchester City. (Todofichajes)

Leeds hefur hætt við að kaupa miðjumanninn Noni Madueke (19) frá PSV Eindhoven eftir að hollenska félagið setti 20-25 milljóna punda verðmiða á hann. (Football Insider)

Japanski kantmaðurinn Takumi Minamino (26) segist vera hissa á því að Liverpool hafi lánað sig til Southampton í janúar. (Independent)

Jorginho (29), miðjumaður Chelsea, vill snúa aftur til Napoli áður en ferlinum lýkur. (Sky Sport Italia)

Ousmane Dembele (23) ætlar að gera nýjan samning við Barcelona. (Marca)

Philippe Coutinho (28) er einn af níu leikmönnum sem Barcelona ætlar að selja í sumar. (Mirror)

Willian (32) er ákveðinn í að sanna sig hjá Arsenal eftir erfitt fyrsta tímabil. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner