Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 09. apríl 2021 20:31
Victor Pálsson
Solskjær segir að Cavani sé enn ekki viss
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að Edinson Cavani sé enn ekki viss um hvað hann vilji gera á næstu leiktíð.

Cavani samdi við Man Utd fyrir þetta t´+imabil en hann er orðaður við Boca Juniors í Argentínu.

Cavani gerði aðeins eins árs samning við enska félagið út tímabilið með möguleika á árs framlengingu.

Solskjær bíður rólegur eftir ákvörðun Cavani sem ætti að verða tekin á næstu vikum.

„Hann er enn ekki viss um hvað hann vilji gera á næstu leiktíð sem er í góðu lagi," sagði Solskjær.

.,Þetta hefur ekki verið auðvelt ár fyrir hann eða aðra á þessu tímabili. Hann vill enn fá tíma til að ákveða sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner