Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 09. apríl 2024 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segir að tilfinningin hafi verið önnur í kvöld en síðast þegar liðið spilaði við Þýskaland úti.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Landsliðið tapaði fyrir Þýskalandi í Aachen í kvöld, 3-1, en Ísland var vel inn í leiknum áður en Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleiknum.

„Þetta var ógeðslega erfitt. Missum Sveindísi í meiðsli og game-planið fór svolítið til fjandans ef ég má sletta en við gáfum allt og allir 100 prósent að leggja sig fram. Við lærum bara af þessu.“

„Mér fannst þær skíthræddar við svæðið á bak við sig og Sveindís mjög snögg. Það var þægilegt fyrir okkur að geta sett boltann á bak við þær og hvílt okkur aðeins. Unnið innköst, aukaspyrnur og svoleiðis. Við fáum dauðafæri úr aukaspyrnu og hefðum mátt skora, síðan skorum við sem var jákvætt, en þetta var leiðinlegur tímapunktur þegar hún meiðist og leikurinn breytist svolítið út af því.“


Sveindís meiddist á öxl eftir ljóta tæklingu. Hún virtist fara úr axlarlið en Karólína vonar það besta og sendir henni hlýja strauma.

„Þetta leit ekki vel út. Vonandi er þetta ekki of slæmt en ég hugsa bara mikið til hennar núna. Ég veit ekki hvað er að henni en vonandi ekki svo slæmt.“

Íslenska liðið gerði mjög vel og var frammistaðan töluvert betri en þegar liðin áttust við í Bochum í Þjóðadeildinni í september en þá unnu Þjóðverjar 4-0.

„Auðvitað. Á móti svona liðum þurfum við að nýta okkar sénsa og fannst við líka fá færi til gera betur í seinni hálfleik. Þær skora ekki í seinni hálfleik sem er jákvætt, þó þær hafi fengið mjög mikið af færum en við lærum af þessu og vinnum þær vonandi á Laugardalsvelli. Það er löngu kominn tími á það.“

„Það er gott að það sé stutt á milli leikja og alltaf gaman með landsliðinu. Alltaf spennt að mæta og gera betur. Mér finnst mikill munur á liðinu síðan við lentum á móti Þýskalandi síðast úti. Þetta er erfiður útivöllur, en fannst við gera nokkuð vel í dag. Þetta var erfitt og þær eru rosalega góðar á heimavelli, en kominn tími á að við vinnum þær heima.“

„Þetta er allt annað. Við gáfum okkur 100 prósent og var rosalega erfitt að koma út af síðast og vita að maður hefði getað gert mun betur, en auðvitað er eitthvað sem maður getur bætt. Tilfinning er samt önnur núna,“ sagði Karólína í lokin.
Athugasemdir
banner
banner