Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 09. apríl 2024 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segir að tilfinningin hafi verið önnur í kvöld en síðast þegar liðið spilaði við Þýskaland úti.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Landsliðið tapaði fyrir Þýskalandi í Aachen í kvöld, 3-1, en Ísland var vel inn í leiknum áður en Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleiknum.

„Þetta var ógeðslega erfitt. Missum Sveindísi í meiðsli og game-planið fór svolítið til fjandans ef ég má sletta en við gáfum allt og allir 100 prósent að leggja sig fram. Við lærum bara af þessu.“

„Mér fannst þær skíthræddar við svæðið á bak við sig og Sveindís mjög snögg. Það var þægilegt fyrir okkur að geta sett boltann á bak við þær og hvílt okkur aðeins. Unnið innköst, aukaspyrnur og svoleiðis. Við fáum dauðafæri úr aukaspyrnu og hefðum mátt skora, síðan skorum við sem var jákvætt, en þetta var leiðinlegur tímapunktur þegar hún meiðist og leikurinn breytist svolítið út af því.“


Sveindís meiddist á öxl eftir ljóta tæklingu. Hún virtist fara úr axlarlið en Karólína vonar það besta og sendir henni hlýja strauma.

„Þetta leit ekki vel út. Vonandi er þetta ekki of slæmt en ég hugsa bara mikið til hennar núna. Ég veit ekki hvað er að henni en vonandi ekki svo slæmt.“

Íslenska liðið gerði mjög vel og var frammistaðan töluvert betri en þegar liðin áttust við í Bochum í Þjóðadeildinni í september en þá unnu Þjóðverjar 4-0.

„Auðvitað. Á móti svona liðum þurfum við að nýta okkar sénsa og fannst við líka fá færi til gera betur í seinni hálfleik. Þær skora ekki í seinni hálfleik sem er jákvætt, þó þær hafi fengið mjög mikið af færum en við lærum af þessu og vinnum þær vonandi á Laugardalsvelli. Það er löngu kominn tími á það.“

„Það er gott að það sé stutt á milli leikja og alltaf gaman með landsliðinu. Alltaf spennt að mæta og gera betur. Mér finnst mikill munur á liðinu síðan við lentum á móti Þýskalandi síðast úti. Þetta er erfiður útivöllur, en fannst við gera nokkuð vel í dag. Þetta var erfitt og þær eru rosalega góðar á heimavelli, en kominn tími á að við vinnum þær heima.“

„Þetta er allt annað. Við gáfum okkur 100 prósent og var rosalega erfitt að koma út af síðast og vita að maður hefði getað gert mun betur, en auðvitað er eitthvað sem maður getur bætt. Tilfinning er samt önnur núna,“ sagði Karólína í lokin.
Athugasemdir
banner
banner