Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 09. apríl 2024 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segir að tilfinningin hafi verið önnur í kvöld en síðast þegar liðið spilaði við Þýskaland úti.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Landsliðið tapaði fyrir Þýskalandi í Aachen í kvöld, 3-1, en Ísland var vel inn í leiknum áður en Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleiknum.

„Þetta var ógeðslega erfitt. Missum Sveindísi í meiðsli og game-planið fór svolítið til fjandans ef ég má sletta en við gáfum allt og allir 100 prósent að leggja sig fram. Við lærum bara af þessu.“

„Mér fannst þær skíthræddar við svæðið á bak við sig og Sveindís mjög snögg. Það var þægilegt fyrir okkur að geta sett boltann á bak við þær og hvílt okkur aðeins. Unnið innköst, aukaspyrnur og svoleiðis. Við fáum dauðafæri úr aukaspyrnu og hefðum mátt skora, síðan skorum við sem var jákvætt, en þetta var leiðinlegur tímapunktur þegar hún meiðist og leikurinn breytist svolítið út af því.“


Sveindís meiddist á öxl eftir ljóta tæklingu. Hún virtist fara úr axlarlið en Karólína vonar það besta og sendir henni hlýja strauma.

„Þetta leit ekki vel út. Vonandi er þetta ekki of slæmt en ég hugsa bara mikið til hennar núna. Ég veit ekki hvað er að henni en vonandi ekki svo slæmt.“

Íslenska liðið gerði mjög vel og var frammistaðan töluvert betri en þegar liðin áttust við í Bochum í Þjóðadeildinni í september en þá unnu Þjóðverjar 4-0.

„Auðvitað. Á móti svona liðum þurfum við að nýta okkar sénsa og fannst við líka fá færi til gera betur í seinni hálfleik. Þær skora ekki í seinni hálfleik sem er jákvætt, þó þær hafi fengið mjög mikið af færum en við lærum af þessu og vinnum þær vonandi á Laugardalsvelli. Það er löngu kominn tími á það.“

„Það er gott að það sé stutt á milli leikja og alltaf gaman með landsliðinu. Alltaf spennt að mæta og gera betur. Mér finnst mikill munur á liðinu síðan við lentum á móti Þýskalandi síðast úti. Þetta er erfiður útivöllur, en fannst við gera nokkuð vel í dag. Þetta var erfitt og þær eru rosalega góðar á heimavelli, en kominn tími á að við vinnum þær heima.“

„Þetta er allt annað. Við gáfum okkur 100 prósent og var rosalega erfitt að koma út af síðast og vita að maður hefði getað gert mun betur, en auðvitað er eitthvað sem maður getur bætt. Tilfinning er samt önnur núna,“ sagði Karólína í lokin.
Athugasemdir
banner