Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 09. apríl 2024 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segir að tilfinningin hafi verið önnur í kvöld en síðast þegar liðið spilaði við Þýskaland úti.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Landsliðið tapaði fyrir Þýskalandi í Aachen í kvöld, 3-1, en Ísland var vel inn í leiknum áður en Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleiknum.

„Þetta var ógeðslega erfitt. Missum Sveindísi í meiðsli og game-planið fór svolítið til fjandans ef ég má sletta en við gáfum allt og allir 100 prósent að leggja sig fram. Við lærum bara af þessu.“

„Mér fannst þær skíthræddar við svæðið á bak við sig og Sveindís mjög snögg. Það var þægilegt fyrir okkur að geta sett boltann á bak við þær og hvílt okkur aðeins. Unnið innköst, aukaspyrnur og svoleiðis. Við fáum dauðafæri úr aukaspyrnu og hefðum mátt skora, síðan skorum við sem var jákvætt, en þetta var leiðinlegur tímapunktur þegar hún meiðist og leikurinn breytist svolítið út af því.“


Sveindís meiddist á öxl eftir ljóta tæklingu. Hún virtist fara úr axlarlið en Karólína vonar það besta og sendir henni hlýja strauma.

„Þetta leit ekki vel út. Vonandi er þetta ekki of slæmt en ég hugsa bara mikið til hennar núna. Ég veit ekki hvað er að henni en vonandi ekki svo slæmt.“

Íslenska liðið gerði mjög vel og var frammistaðan töluvert betri en þegar liðin áttust við í Bochum í Þjóðadeildinni í september en þá unnu Þjóðverjar 4-0.

„Auðvitað. Á móti svona liðum þurfum við að nýta okkar sénsa og fannst við líka fá færi til gera betur í seinni hálfleik. Þær skora ekki í seinni hálfleik sem er jákvætt, þó þær hafi fengið mjög mikið af færum en við lærum af þessu og vinnum þær vonandi á Laugardalsvelli. Það er löngu kominn tími á það.“

„Það er gott að það sé stutt á milli leikja og alltaf gaman með landsliðinu. Alltaf spennt að mæta og gera betur. Mér finnst mikill munur á liðinu síðan við lentum á móti Þýskalandi síðast úti. Þetta er erfiður útivöllur, en fannst við gera nokkuð vel í dag. Þetta var erfitt og þær eru rosalega góðar á heimavelli, en kominn tími á að við vinnum þær heima.“

„Þetta er allt annað. Við gáfum okkur 100 prósent og var rosalega erfitt að koma út af síðast og vita að maður hefði getað gert mun betur, en auðvitað er eitthvað sem maður getur bætt. Tilfinning er samt önnur núna,“ sagði Karólína í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner