
Fylkir hefur samið við þrjá leikmenn fyrir komandi sumar. Laufey Björnsdóttir og Hildur Anna Brynjarsdóttir hafa gengið í raðir félagsins.
Laufey er gríðarlegur reynslubolti sem spilaði síðast með HK í Lengjudeildinni 2023. Hún spilaði fjóra leiki með Fylki í Lengjubikarnum í vetur og ætlar að taka slaginn með Árbæjarfélaginu í sumar.
Laufey, sem er fædd árið 1989, er með 392 leiki á bakinu og í þeim hefur hún skorað 43 mörk Samtals á hún 32 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim þrjú mörk.
Laufey snýr aftur til Fylkis eftir að hafa leikið síðast með félaginu 2011 og að hennar sögn er hún að loka hringnum og koma heim aftur.
Hildur Anna kemur til Fylkis frá Völsungi þar sem hún hefur leikið allan sinn feril til þessa. Hildur er 21 árs og á að baki 120 leiki í meistarflokki og hefur skorað í þeim 23 mörk fyrir uppeldisfélag sitt.
Þá ætlar Marija Radojicic að taka allavega eitt tímabíl í viðbót með Fylkiskonunum.
Hún er Fylkisfólki kær en hún hefur spilað með félaginu síðan 2018 og á að baki 90 leiki og hefur skorað 28 mörk í appelsínugulu treyjunni. María kemur með mikla reynslu inn í hópinn en hún er fyrrum atvinnumaður og á landsleiki fyrir Serbíu.
Fylkir leikur í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni síðasta sumar.
Athugasemdir