Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. maí 2021 17:14
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Arsenal og WBA: Aubameyang á bekknum
Pierre-Emerick Aubameyang er bekkjaður
Pierre-Emerick Aubameyang er bekkjaður
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta gerir sex breytingar á liði Arsenal sem mætir WBA í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-leikvanginum í London í kvöld.

Pierre-Emerick Aubameyang er á bekknum hjá Arsenal. Þeir Martin Ödegaard, Thomas Partey, Kieran Tierney, Hector Bellerin og Pablo Mari detta einnig úr byrjunarliðinu.

Gabriel Martinelli, Willian, Gabriel Magalhaes, Mohamed Elneny, Dani Ceballos og Calum Chambers koma inn í liðið.

Sam Allardyce gerir tvær breytingar á liði WBA. Callum Robinson og Matt Phillips koma inn í liðið. Ainsley Maitland-Niles getur ekki verið með WBA en hann er á láni frá Arsenal.

Arsenal: Leno, Chambers, Holding, Gabriel, Saka, Ceballos, Elneny, Pepe, Willian, Smith Rowe, Martinelli.

WBA: Johnstone, Furlong, Ajayi, Bartley, Townsend, Yokuslu, Gallagher, Phillips, Pereira, Diagne, Robinson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner