Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mán 09. maí 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að meiðsli Ruben Dias gefi Liverpool von
Gary Neville segir að baráttunni um enska meistaratitilinn sé ekki lokið þrátt fyrir að Manchester City hafi náð þriggja stiga forystu um helgina.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Tottenham á laugardag og Manchester City rúllaði yfir Newcastle 5-0 í gær. Bæði lið eiga þrjá deildarleiki eftir.

„Ég tel að Wolves eða West Ham gætu búið til vandræði fyrir Manchester City," segir Neville.

„Með Ruben Dias meiddan þá er liðið að fara að mæta liðum sem gætu sært það. Bæði lið hafa átt gott tímabil og City þarf að vera upp á sitt besta. Ég held að það eigi enn eitthvað eftir að gerast í titilbaráttunni, ég er alls ekki á því að þessu sé lokið."

„Ef City kemst í gegnum næstu tvo leiki þá muni þeir vinna þetta, en þessu er ekki lokið. Ég held að Liverpool muni ekki missa af stigum. Þeir munu klára sitt."

Miðvörðurinn Ruben Dias meiddist aftan í læri og mun missa af síðustu þremur leikjum City á tímabilinu. Þá mun John Stones heldur ekki spila meira á tímabilinu.

Næsti leikur Liverpool er gegn Aston Villa á Villa Park á þriðjudag en City mætir Wolves á Molineux sólarhring síðar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner