Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 09. maí 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fór í aðgerð til að lengja ferilinn en óvíst hvenær hann snýr aftur
Með fyrirliðabandið.
Með fyrirliðabandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halli og Emil Atlason saman í stúkunni.
Halli og Emil Atlason saman í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var ekki að hrjá mig sérstaklega inn á vellinum
Þetta var ekki að hrjá mig sérstaklega inn á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar og fyrirliði liðsins á síðasta tímabili, hefur ekkert spilað á þessu tímabili. Hann er í endurhæfingu eftir meiðsli en óvíst er hvenær hann kemur til baka.

„Ég er byrjaður að skokka, taka einhverjar hraðaaukandi æfingar og stefnubreytingar. Ég er að vinna mig upp í því," sagði Haraldur við Fótbolta.net.

Spurður hvort hann væri að horfa á einhverja dagsetningu svaraði Halli neitandi. „Nei, ég verð bara að vinna þetta upp og sjá hvernig mjöðmin bregst við því. Það er erfitt að segja hvenær ég gæti komið til baka, verð bara að sjá alltaf hvernig líkaminn bregst við auknu álagi."

Einhverjar sögusagnir hafa heyrst um að Halli spili jafnvel ekkert í sumar. „Sú hugsun hefur ekki komið upp hjá mér."

„Ég var þokkalega góður þegar ég var að byrja í janúar, lenti í bakslagi; fór bara of geyst af stað og þá bólgnaði ég upp. Það var klúður að fara of fljótt af stað."

„Svo fór ég í sprautu til að losna við bólguna og er að reyna vinna mig upp eftir það, ekkert hægt að gera nema stýra álaginu og trappa sig upp. Það hefur enginn tímarammi verið settur á það. En miðað við að ég er kominn út á völl núna, byrjaður að auka hraðann og farinn að gera stefnubreytingar, þá myndi ég halda að það væru minna en fimm mánuðir í að ég spili."

„Það er ástæðan fyrir að ég fór í þessa aðgerð, að spila fótbolta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Þegar það fer að vora á þessu landi okkar og deildin byrjar, þá kitlar þetta alveg svakalega."


Vildi lengja ferilinn
Hann fór í aðgerð á mjöðm eftir síðasta tímabil. Voru meiðslin búin að plaga þig í langan tíma?

„Þetta var ekki að hrjá mig sérstaklega inn á vellinum. En Örnólfur (Valdimarsson) sagði við mig að ef ég ætlaði mér að spila í eitt ár í viðbót þá ætti ég að sleppa þessari aðgerð og þyrfti þá á mjaðmaskiptum að halda eftir 20 ár. Eða fara í þetta núna og geta þá spilað í 4-5 ár í viðbót. Það var pælingin með því að fara í aðgerð."

„Ég fór í mjaðmaspeglun, skafað af mjaðmakúlunni og slípa inn í skálina. Það átti að lengja minn feril og gerir það vonandi þegar ég er kominn af stað."


Miklu meira stress að fylgjast með utan vallar
Hvernig er núna að vera utan vallar að fylgjast með þessu?

„Það er alltaf miklu erfiðara að vera utan vallar, miklu meira stress að fylgjast með, sama hvort það gangi vel eða illa. Þegar það gengur illa þá er það einstaklega erfitt."

„Við vorum í meiðslum í janúar þegar ég var að reyna koma mér af stað og píni mig of mikið. Þegar svo Árni (Snær Ólafsson) kemur inn fæ ég andrými til að vinna í mínum meiðslum og hann hefur staðið sig mjög vel. Það er ekkert út á hann að setja."


Stjarnan er í 11. sæti eftir sex umferðir.

„Við höfum fulla trú á því að aðalþjálfararnir tveir finni út úr þessu," sagði Halli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner