Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 09. júní 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 6. umferð: Réðu nákvæmlega ekkert við hana
Aerial Chavarin (Keflavík)
Aerial Chavarin
Aerial Chavarin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði tvö í 6. umferð.
Skoraði tvö í 6. umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann 1-3 útisigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardag í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Aerial Chavarin, leikmaður Keflavíkur, skoraði tvö mörk í leiknum og var valin best á vellinum. Hún var besti leikmaður 6. umferðar að mati Fótbolta.net.

Aerial gekk í raðir Keflavíkur frá Chicago Red Stars í maí.

„ÞVÍLÍKT MARK HJÁ AERIAL CHAVARIN. Keflavík fer í sína fyrstu sókn og Aerial fær boltann úti hægra megin og keyrir inn og sóalr Hafrúnu og Kristínu Dís upp úr skónum og lúðrar í vinstri vinkilinn. Alvöru sleggja," skrifaði Helga Katrín Jónsdóttir, í textalýsingunni þegar hún lýsti fyrra marki Aerial.

„Aníta Lind á skot á mark sem Telma grípur en hún missir boltann frá sér og Aerial er sem fyrr grimmust í teignum og potar boltanum inn," skrifaði Helga svo þegar Aerial skoraði seinna markið.

Í skýrsluna eftir leik skrifaði svo Helga eftirfarandi um mann leiksins: „Hún var algjörlega frábær í dag. Varnarlína Blika réð nákvæmlega ekkert við hana. Hún skoraði tvö mörk í dag og var mjög ógnandi, grimm og dugleg allan leikinn."

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, hafði þetta að segja í viðtali eftir leikinn:

„Við lögðum upp með að spila þétt til baka en koma hátt á þær á ákveðnum mómentum. Svo erum við með eina baneitraða frammi, Aerial, sem olli miklum vandræðum hjá varnarmönnum Blika og gerir tvö mörk. Það var uppleggið að spila þétt til baka og vita af henni hættulegri frammi."

Viðtal við Aerial verður birt fljótlega á Fótbolta.net.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna fær verðlaun frá Domino's í sumar.

Bestar í sumar:
1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2. umferð - DB Pridham
3. umferð - Murielle Tiernan
4. umferð - Brenna Lovera
5. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner