Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 09. júní 2023 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Daniel Ingi hetja Skagamanna
Lengjudeildin
watermark Daniel Ingi hér fyrir miðju
Daniel Ingi hér fyrir miðju
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ægir 0 - 1 ÍA
0-1 Daniel Ingi Jóhannesson ('63 )
Lestu um leikinn


Ægir fékk ÍA í heimsókn í fyrsta leik helgarinnar í Lengjudeildinni í kvöld. Ægir var á botninum með aðeins eitt stig fyrir leikinn en ÍA með fimm stig eftir fimm umferðir.

Skagamenn komu sterkari til leiks en hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. Viktor Jónsson þurfti að fara af velli um miðjan fyrri hálfleikinn eftir að hafa lent í samstuði við Stefán Þór Hannesson markvörð Ægis.

ÍA hélt áfram að skapa færi í upphafi síðari hálfleik og það loksins skilaði sér eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Daniel Ingi Jóhannesson skoraði. Ísak Bergmann Jóhannesson bróðir Daniels og nýkringdur danskur meistari með FCK fylgdist með í stúkunni.

Ægismenn sóttu í sig veðrið undir lok leiksins og Dimitrije Cokic var nálægt því að jafna metin en Árni Marinó í marki ÍA varði vel.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 22 15 4 3 54 - 31 +23 49
2.    Afturelding 22 13 4 5 60 - 33 +27 43
3.    Fjölnir 22 12 6 4 55 - 32 +23 42
4.    Vestri 22 11 6 5 37 - 26 +11 39
5.    Leiknir R. 22 11 2 9 47 - 37 +10 35
6.    Grindavík 22 8 4 10 27 - 38 -11 28
7.    Þór 22 8 3 11 27 - 39 -12 27
8.    Þróttur R. 22 7 5 10 45 - 46 -1 26
9.    Grótta 22 6 8 8 34 - 37 -3 26
10.    Njarðvík 22 6 5 11 36 - 47 -11 23
11.    Selfoss 22 7 2 13 37 - 49 -12 23
12.    Ægir 22 2 3 17 23 - 67 -44 9
Athugasemdir
banner
banner
banner