
Ægir 0 - 1 ÍA
0-1 Daniel Ingi Jóhannesson ('63 )
Lestu um leikinn
Ægir fékk ÍA í heimsókn í fyrsta leik helgarinnar í Lengjudeildinni í kvöld. Ægir var á botninum með aðeins eitt stig fyrir leikinn en ÍA með fimm stig eftir fimm umferðir.
Skagamenn komu sterkari til leiks en hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. Viktor Jónsson þurfti að fara af velli um miðjan fyrri hálfleikinn eftir að hafa lent í samstuði við Stefán Þór Hannesson markvörð Ægis.
ÍA hélt áfram að skapa færi í upphafi síðari hálfleik og það loksins skilaði sér eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Daniel Ingi Jóhannesson skoraði. Ísak Bergmann Jóhannesson bróðir Daniels og nýkringdur danskur meistari með FCK fylgdist með í stúkunni.
Ægismenn sóttu í sig veðrið undir lok leiksins og Dimitrije Cokic var nálægt því að jafna metin en Árni Marinó í marki ÍA varði vel.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |