Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 09. júní 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Man City og Inter í úrslitaleiknum
Kyle Walker byrjar væntanlega.
Kyle Walker byrjar væntanlega.
Mynd: Getty Images
Annað kvöld klukkan 19 mætast Manchester City og Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, á Ataturk leikvangnum í Istanbúl. Þetta verður í fyrsta sinn sem liðin mætast í mótsleik.

Englandsmeistarar Manchester City unnu Real Madrid samtals 5-1 í undanúrslitum en Inter vann granna sína í AC Milan 3-0.

City komst í úrslitaleikinn 2021 en beið þar lægri hlut gegn Chelsea þar sem Kai Havertz skoraði eina mark leiksins. Inter vann Bayern München 2-0 í úrslitaleiknum 2010 þar sem Diego Milito skoraði tvívegis.

Hér má sjá líkleg byrjunarlið fyrir úrslitaleikinn. Kyle Walker var að glíma við meiðsli í baki en hefur jafnað sig á þeim og byrjar væntanlega leikinn.

Edin Dzeko sóknarmaður Inter vann tvo Englandsmeistaratitla á tíma sínu hjá City.

Líklegt byrjunarlið Man City: Ederson; Walker, Dias, Akanji; Stones, Rodri; Silva, Gundogan, De Bruyne, Grealish; Haaland

Líklegt byrjunarlið Inter: Onana; Darmian, Acerbi, Bastoni; Dumfries, Barella, Mkhitaryan, Calhanoglu, Dimarco; Martínez, Dzeko
Athugasemdir
banner
banner