Stórstjarnan Kylian Mbappe spilaði aðeins fimmtán mínútur í markalausu jafntefli Frakklands og Kanada í vináttulandsleik á Matmut Atlantique-leikvanginum í Bordeaux í kvöld.
Kanadíska liðið kom á óvart í leiknum og var til alls líklegt. Frakkar sköpuðu sér líka færi en voru ekki mjög sannfærandi miðað við að vera ein besta fótboltaþjóð heims.
Mbappe byrjaði á bekknum og var ekki kynntur til leiks fyrr en á 74. mínútu. Franskir miðlar hafa greint frá því að hann sé að glíma við smávægileg meiðsli og því vill Didier Deschamps, þjálfari landsliðsins, fara sparlega með hann þegar stutt er í Evrópumót.
Koma hans í leikinn breytti engu og var markalaust jafntefli niðurstaðan.
Davide Frattesi skoraði eina mark Ítalíu í 1-0 sigrinum á Bosníu og Hersegóvínu.
Úrslit og markaskorarar:
Ítalía 1 - 0 Bosnía og Hersegóvína
1-0 Davide Frattesi ('38 )
Svartfjallaland 1 - 3 Georgía
0-1 Otar Kiteishvili ('10 )
0-2 Georges Mikautadze ('33 )
1-2 Stevan Jovetic ('66 )
Slóvakía 4 - 0 Wales
1-0 Juraj Kucka ('45 )
2-0 Robert Bozenik ('56 )
3-0 Ethan Ampadu ('60 , sjálfsmark)
4-0 Laszlo Benes ('90 )
Frakkland 0 - 0 Kanada
Athugasemdir