Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 09. júlí 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fenerbahce vill fá Özil á láni
Mynd: Getty Images
Í slúðurpakkanum í morgun kom fram að Fenerbahce vildi fá Mesut Özil, leikmann Arsenal í sínar raðir.

Í The Transfer Show á Sky Sports News í kvöld, sagði Kaveh Solhekol frá því að tyrkneska félagið vildi fá Özil á láni út næstu leiktíð.

Özil byrjaði einungis 20 leiki í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem er það minnsta síðan tímabilið 2007-08 þegar hann lék í þýsku Bundesliga.

Özil, sem verður 31 árs undir lok árs, skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Arsenal í janúar 2018. Þá varð hann launahæsti leikmaður í sögu félagsins. Vikulaun Özil eru um 350 þúsund pund.

Arsenal þarf hins vegar á fjármagni að halda til að kaupa inn leikmenn í sumar svo spurning hvort að félagið hleypi Özil á láni.

Fenerbahce er ekki talið eiga efni á að kaupa Özil frá Arsenal svo það verður fróðlegt að sjá hvort einhver þróun verður á þessum sögusögnum á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner