Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júlí 2020 14:33
Elvar Geir Magnússon
Tekur Hemmi Hreiðars við Þrótti Vogum?
Hermann Hreiðarsson (til vinstri).
Hermann Hreiðarsson (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan hér á Fótbolta.net fjallaði meðal annars um þjálfaramál Þróttar Vogum í þætti vikunnar.

Brynjar Gestsson steig til hliðar í upphafi mánaðar vegna persónulegra ástæðna.

Andy Pew sem var spilandi aðstoðarþjálfari með Brynjari var ráðinn aðalþjálfari til bráðabirgða en spurning er hver muni taka við þjálfun liðsins.

„Þróttur Vogum er með mikinn metnað og vilja sækja sér alvöru þjálfara," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Það er verið að tala um að Hemmi Hreiðars hafi verið að funda þarna. Þetta er karakteralið og það yrði öflugt fyrir þá að fá hann," sagði Sverrir Mar Smárason.

Allir íslenskir fótboltaáhugamenn þekkja Hermann Hreiðarsson en hann lék lengi í ensku úrvalsdeildinni og lék 89 landsleiki fyrir Ísland. Í þjálfun hefur hann stýrt ÍBV og Fylki auk þess sem hann var aðstoðarstjóri Kerala Blasters á Indlandi og Southend á Englandi,

Þróttur Vogum er með fimm stig í 8. sæti 2. deildar karla.
Ástríðan - Þétt spilað í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner