Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   þri 09. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América í dag - Argentína mætir Kanada
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Undanúrslitin í Copa América hefjast seint í kvöld þegar ríkjandi meistarar Argentínu spila við Kanada.

Þetta verður í annað sinn sem þessar þjóðir mætast á mótinu, eftir að Argentína skóp 2-0 sigur gegn Kanada í riðlakeppninni.

Lionel Messi og félagar lögðu Ekvador að velli í 8-liða úrslitum á meðan Kanada sigraði gegn Venesúela. Báðar þjóðir þurftu vítaspyrnukeppnir til að útkljá viðureignirnar og verður áhugavert að fylgjast með gangi mála í nótt eftir ósannfærandi sigra í síðustu leikjum.

Argentína er sigurstranglegra liðið en ekki má vanmeta Kanadamenn sem eru með góða leikmenn innan hóps.

Argentína er ekki að glíma við nein meiðslavandræði á meðan Kanada verður án Tajon Buchanan, kantmann Inter á Ítalíu.

Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, mun ekki vanmeta andstæðinga sína í kvöld, sem leika undir stjórn Jesse Marsch fyrrum þjálfara Leeds United.

Leikur kvöldsins:
00:00 Argentína - Kanada
Athugasemdir
banner
banner