Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton nær samkomulagi um hinn eftirsótta Philogene
Jaden Philogene.
Jaden Philogene.
Mynd: Getty Images
Everton hefur náð samkomulagi við Hull City um kantmanninn Jaden Philogene.

Það er hinn mjög svo áreiðanlegi Paul Joyce sem greinir frá þessum tíðindum.

Það er talið að kaupverðið sé í kringum 16 milljónir punda.

Það er enn ekkert klappað og klárt þar sem Everton á enn eftir að ná samkomulagi við leikmanninn. Félagið telur þó að Philogene sé áhugasamur um skiptin.

Philogene er 22 ára gamall vængmaður sem kom að átján mörkum í B-deildinni á síðustu leiktíð. Á dögunum var hann óvænt orðaður við spænska stórliðið Barcelona, en hann mun fara í ensku úrvalsdeildina.

Crystal Palace, Everton og Ipswich Town eru öll sögð áhugasöm um hann en Everton virðist leiða kapphlaupið.
Athugasemdir
banner
banner
banner