Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   þri 09. júlí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilboðið upp á 30 milljónir evra og stóran hluta af næstu sölu
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Marseille er að reyna að kaupa Mason Greenwood frá Manchester United og hefur lagt fram tilboð í hann.

Fabrizio Romano segir frá því að tilboðið hljóði upp á 30 milljónir evra.

Að auki myndi United fá stóran hluta af næstu sölu en enska félagið leggur mikla áherslu á það. Romano segir að United muni mögulega fá 40-50 prósent af næstu sölu.

Viðræður eru í gangi en talið er að þær séu að miða vel áfram.

Greenwood á ekki afturkvæmt í Man Utd. Greenwood var handtekinn í byrjun árs 2022 og ákærður fyrir af lögreglu fyrir tilraun til nauðgunar og ofbeldi í garð kærustu sinnar. Málið var látið niður falla á síðasta ári þrátt fyrir ýmis sönnunargögn svo sem myndir sem þolandinn deildi á samfélagsmiðlum. Eftir að málið kom upp, þá tók Man Utd ákvörðun um að leyfa Greenwood að fara annað.
Athugasemdir
banner
banner