„Ég er gríðarlega sáttur. Þetta var ágætis leikur hjá okkur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í grannaslag í Pepsi-deild karla í kvöld.
„Við héldum marki okkar hreinu og skoruðum tvö flott mörk. Ég er gríðarlega stoltur af liðinu."
„Við héldum marki okkar hreinu og skoruðum tvö flott mörk. Ég er gríðarlega stoltur af liðinu."
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 Breiðablik
Stjarnan spilaði nýtt leikkerfi í kvöld og Rúnar var mjög ánægður með hvernig það gekk.
„Við spiluðum nýtt leikkerfi og þeir fóru létt með það."
„Við töldum þetta leikkerfi henta ágætlega gegn Breiðabliki. Það gekk bara vel í leiknum, þeir sköpuðu sér ekki mikið. Mér fannst við ráða vel við þá og við vorum betri aðilinn í leiknum."
Stjarnan hoppaði upp í annað sæti með sigrinum. Þeir eru núna fimm stigum á eftir toppliði Vals.
„Við þurfum að taka einn leik í einu og við erum ennþá í baráttunni á toppnum. Síðan sjáum við hvernig þetta endar."
Rúnar var síðan spurður að því hvort hann myndi henda inn handklæðinu, rétt eins og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
„Nei, ég geri það nú ekki," sagði Rúnar léttur.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir