Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. ágúst 2020 18:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó skoraði langþráð deildarmark - Viðar Ari lagði upp
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark deildarmark í tvö og hálft ár þegar Hammarby vann 2-1 sigur gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni.

Aron kom Hammarby yfir í leiknum á fjórðu mínútu með markinu sem má sjá neðst í fréttinni.

Þetta er fyrsta markið sem hinn 29 ára gamli Aron skorar í deildarkeppni frá því hann skoraði fyrir Werder Bremen í 2-2 jafntefli gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í mars 2018.

Hammarby er eftir sigurinn í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig eftir 14 leiki.

Það gengur lítið sem ekkert hjá AIK. Kolbeinn Sigþórsson var ekki með í 3-1 tapi gegn Mjallby en samkvæmt sænskum fjölmiðlum er hann að glíma við meiðsli. AIK er í tólfta sæti með 13 stig eftir 14 leiki.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Arnór Ingvi kom inn af bekknum í sigri

Noregur:
Það var einnig leikið í úrvalsdeildinni í Noregi í dag. Þar lagði Viðar Ari Jónsson upp mark í stórskemmtilegum Íslendingaslag Strømsgodset og Sandefjord. Leikurinn endaði með 4-3 sigri Sandefjord. Emil Pálsson og Viðar Ari voru báðir í byrjunarliði Sandefjord á meðan Ari Leifsson sat allan tímann á bekknum hjá Strømsgodset.

Sandefjord er komið upp í áttunda sæti með 16 stig. Strømsgodset hefur aftur á móti 15 stig í tíunda sæti.

Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður í flottum 1-0 sigri Mjøndalen á Haugesund. Dagur kom inn á þegar rúmar 80 mínútur voru liðnar af leiktímanum og hjálpaði hann sínu liði að landa sigrinum. Mjøndalen er í 14. sæti, sem er fallsæti, með 11 stig.

Ásamt Mjøndalen á fallsvæðinu eru Íslendingaliðin Álasund og Start. Hólmbert Aron Friðjónsson og Daníel Leó Grétarsson voru í byrjunarliði Álasunds sem gerði 2-2 jafntefli við Viking. Davíð Kristján Ólafsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og Axel Óskar Andrésson kom inn á fyrir Viking eftir rúman klukkutíma. Álasund er á botninum með sjö stig en Viking er í 13. sæti með tólf stig.

Start, sem leikur undir stjórn Jóhannesar Þórs Harðarsonar, tapaði 3-2 fyrir Kristiansund. Guðmundur Andri Tryggvason er frá vegna meiðsla og lék ekki með Start.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner