Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 09. ágúst 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Football Italia 
Brottrekstur Sarri kostar 20 milljónir evra
Juventus hefur tvö ár í röð látið þjálfara sinn fara þrátt fyrir sigur í ítölsku úrvalsdeildinni.

Maurizio Sarri var rekinn í gær eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Hann var rekinn eftir að félagið komst ekki áfram í Meistaradeildinni; liðið datt út gegn Lyon í 16-liða úrslitunum.

Sarri var með samning til 2022 og kostar það Juventus 20 milljónir evra að reka hann.

Þjálfarateymi Sarri var látið fara með honum.

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er orðaður við starfið en Zinedine Zidane, Antonio Conte og Simone Inzaghi eru einnig á listanum.
Athugasemdir
banner
banner