Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. ágúst 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Merson mjög glaður að fá Willian í Arsenal
Willian.
Willian.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal sem starfað hefur sem sérfræðingur á Sky Sports lengi vel, er hæstánægður með það að sitt gamla félag sé að næla í Willian.

Arsenal er að ganga frá samningum við Willian en hann kemur á frjálsri sölu frá Chelsea. Arsenal bauð honum þriggja ára samning og finnst honum það heilla meira en styttri samningur hjá Chelsea.

Willian er 31 árs gamall brasilískur kantmaður sem leikið hefur með Chelsea frá 2013. Merson er mjög glaður að vera fá hann til Arsenal.

„Það væri ótrúlegt að fá Willian í Arsenal," skrifaði Merson í pistli sínum fyrir Daily Star.

„Hann er sérstakur leikmaður sem tikkar í öll réttu boxin. Ég trúi því ekki að Chelsea sé að leyfa honum að fara. Ég veit að hann er 31 árs og vildi þriggja ára samning, en fótbolti snýst um núið. Og núna, er hann frábær leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner