Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. ágúst 2022 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þá var það Einsi Dan, núna er það Gummi Tóta
Einsi Dan
Einsi Dan
Mynd: Úr einkasafni
Á gríska miðlinum oficrete.gr er fjallað um að 23 ára bið OFI Crete eftir öðrum örvfættum Íslendingi sé á enda. Fyrri hluta ársins 1999 lék Einar Þór Daníelsson með liðinu á láni frá KR.

Núna er Guðmundur Þórarinsson að ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu. Í grein á gríska miðlinum er fjallað um að Guðmundur sé ekki klassískur vinstri bakvörður, heldur sé leikmaður sem hafi á sínum ferli spilað nær allar stöður á vellinum og sé því mjög fjölhæfur.

Vísað er í upplýsingar frá Transfermarkt þar sem sést að Guðmundur hefur spilað alls staðar nema sem fremsti maður, miðvörður, hægri bakvörður og markvörður.

Á sunnudag bárust fréttir þess efnis að Guðmundur væri á leið til Grikklands.

Ef skiptin ganga í gegn þá verður Guðmundur fimmti Íslendingurinn í grísku Ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Ögmundur Kristinsson og Viðar Örn Kjartansson eru einnig samningsbundnir félögum í deildinni.

Á oficrete.gr er sagt frá því að Guðmundur, sem er þrítugur landsliðsmaður sem síðast spilaði með AaB í Danmörku, hafi gert munnlegt samkomulag við gríska félagið og muni gera tveggja ára samning við það. Félagið hafi reynt að fá hann í apríl en þá var Guðmundur að skoða sig um annars staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner