þri 09. ágúst 2022 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þrusuánægður" með sendinguna frá Freysa sem er ánægður að vera kominn í Leikni
Fagnar marki sínu í gær.
Fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Zean Dalügge lék í gær sinn fyrsta leik fyrir Leikni Reykjavík en hann kom undir lok félagaskiptagluggans á láni frá danska félaginu Lyngby.

Zean átti góðan leik og kom sér á blað eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Keflavík og hefði skömmu síðar getað komið sínu liði yfir en Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur sá við honum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

Zean er nítján ára og er að koma sér í gang eftir erfið meiðsli. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hann þekkir ágætlega til í Breiðholtinu enda fyrrum leikmaður og þjálfari Leiknis.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í Zean í viðtali eftir leikinn í gær.

„Ég er virkilega ánægður með hann, hann gefur okkur aukin kraft þarna uppi, er harðduglegur, ofboðslega sterkur og nokkuð klókur framherji. Frábært mark hjá honum og vel spilað. Ég er þrusuánægður með hans innkomu," sagði Siggi.

„Það er svipað með hann og alla leikmenn. Við skoðum hann vel og svo ef Freysi segir að hann muni henta okkur þá líka tekur maður því sem gildu. Frábær sending frá Freysa."

„Hann er ekki búinn að spila meistaraflokksbolta í langan tíma og það var framar vonum hvað hann entist lengi. Hann er í hörkustandi, hugsar vel um sig og er greinilega mjög sólginn í að spila mikið og skora mörk fyrir okkur,"
bætti þjálfarinn við.

Ánægður að vera kominn í Leikni
Zean lék fyrstu 77 mínúturnar í gær og var til viðtals við Vísi/Stöð 2 Sport eftir leik.

„Mér líður mjög vel með markið en úrslitin voru ekki það sem við vildum. Tvö stór mistök hjá okkur sem voru ekki góð. En frammistaða mín var góð. Það er alltaf gaman að skora þegar þú ert frammi þannig ég er mjög glaður."

„Freyr sagði að það væri gott fyrir mig að fá mínútur. Þannig vonandi get ég skorað fyrir Leikni og vonandi eykur það sjálfstraustið mitt aftur. Hann sagði að deildin væri góð og að Leiknir væri mjög góður klúbbur. Ég er mjög ánægður að ég er kominn hingað,"
sagði Zean. Það var Kristín Björk Ingimarsdóttir sem ræddi við Zean eftir leik.
Snéri sér við og sá ekki mistökin afdrifaríku - „Ég er ekki að fara garga á Gyrði í dag"
Innkastið - Bestu liðin hiksta og FHallbaráttan harðnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner