Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juventus sýndi Nice vanvirðingu
Mynd: Getty Images

Franski varnarmaðurinn Jean-Clair Todibo er óvænt á leið til West Ham eftir að viðræður við Juventus sigldu í strand.


Það leit allt út fyrir að þessi 24 ára gamli Frakki væri á leið til Juventus en hann hafnaði samningstilboði frá félaginu. West Ham bauð betur og hann er nú á leið til Englands.

Greint hefur verið frá því að Juventus hafi viljað fá hann á láni með möguleika á að kaupa hann fyrir 30 milljónir evra. West Ham bauð hins vegar tíu milljónum betur og Nice fær prósentu af söluverði ef hann verður seldur frá West Ham síðar.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Todibo hafi ekki viljað fara til Ítalíu þar sem hann telji að tilboð Juventus til Nice hafi verið vanvirðing við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner