Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. september 2019 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate: Ekki nógu mikil samkeppni
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, telur það vera orðið of auðvelt að komast á stórmót.

England hefur ekki tapað leik í undankeppni fyrir stórmót í tíu ár, eða síðan gegn Úkraínu í október 2009.

England er með níu stig eftir þrjár umferðir og markatöluna 14-1. Liðið mætir Kosóvó í toppslag annað kvöld.

Fyrir EM 2016 komust aðeins 16 lið í lokakeppnina en nú eru þau 24. Svipaða sögu er að segja af HM þar sem 32 lið komast í lokakeppnina en þau verða 48 talsins frá og með HM 2026.

„Ef ég lít á samkeppnina í Evrópu þá er hún því miður ekki nógu mikil. Stórlið eru sjaldan í hættu á að tapa stigum. Þegar ég skoða leikjadagskrána þá eru í mesta lagi einn eða tveir leikir sem manni langar til að horfa á því það er engin spenna í þessu," sagði Southgate.

„Gæðastandardinn er heldur ekki nógu hár fyrir áhorfendur sem borga fyrir að horfa á leiki. Okkar verkefni er að framleiða sem besta vöru en það er ekki hægt þegar það er svona mikill gæðamunur á milli liða.

„Þetta er erfitt umræðuefni því það eru til dæmi um smæri lið sem hafa komið á óvart og komist á stórmót á kostnað stærri liða."


Kosóvó er eitt af yngstu löndum heims og öðlaðist sjálfstæði 17. febrúar 2008.
Athugasemdir
banner
banner
banner