Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. september 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM í dag - Erfið törn að hefjast hjá N-Írlandi
Virgil van Dijk og félagar í Hollandi fara til Eistlands
Virgil van Dijk og félagar í Hollandi fara til Eistlands
Mynd: Getty Images
Spilað er í fjórum riðlum í undankeppni Evrópumótsins í dag en fullt af öflugum leikjum eru á dagskrá.

Norður-Írland er í efsta sæti C-riðils með 12 stig en liðið á fjóra afar erfiða leiki framundan. Liðið hefur aðeins mætt Eistlandi og Hvíta-Rússlandi í riðlinum en næstu fjórir leikir eru gegn Hollandi og Þýskalandi.

Norður-Írland spilar því við Þýskaland í dag á meðan Eistland fær Holland í heimsókn. Þýskaland er með 9 stig í riðlinum en Holland 6 stig.

Í E-riðli eru Ungverjar og Króatar með 9 stig í fyrsta og öðru sæti en Króatía spilar gegn Aserbaijdsan á meðan Ungverjar mæta Slóvakíu.

Það er þá toppbaráttuslagur í G-riðli þar sem Pólland, sem er í efsta sætinu með 12 stig, mætir Austurríki sem situr í öðru með 9 stig. Slóvenía og Ísrael mætast þá en þau eru bæði með 8 stig.

Norður-Makedónía og Lettland spila þá í neðri hlutanum en Lettar eru án stiga á meðan Norður-Makedónía er með 5 stig.

Í I-riðli er Belgía með fullt hús stiga eða 15 talsins. Liðið mætir Skotlandi sem hefur aðeins sótt 6 stig í undankeppninni. San Marino og Kýpur eigast þá við en San Marino er án stiga og Kýpur með 4 stig.

Rússland spilar þá gegn Kasakstan. Rússland er í öðru sæti með 12 stig en Kasakstan með 7 stig í þriðja sæti.

Leikir dagsins:

EM - C-riðill
18:45 Norður Írland - Þýskaland
18:45 Eistland - Holland

EM - E-riðill
16:00 Azerbaijan - Króatía
18:45 Ungverjaland - Slóvakía

EM - G-riðill
18:45 Latvia - North Macedonia
18:45 Slovenia - Israel
18:45 Pólland - Austurríki

EM - I-riðill
18:45 Skotland - Belgía
18:45 San Marino - Kýpur
18:45 Rússland - Kazakhstan
Athugasemdir
banner
banner
banner