Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. september 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Berbatov: Greenwood þarf að halda sér á réttri braut
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður Manchester United, óttast að vandræðin í kringum Mason Greenwood gætu hægt á framþróun leikmannsins.

Greenwood er átján ára og var rekinn úr enska landsliðshópnum, ásamt Phil Foden, eftir að þeir brutu reglur með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á herbergi sitt á Hótel Sögu.

„Ég vona að þessi hegðun hans hindri ekki möguleika hans hjá Manchester United. Við höfum allir verið ungir leikmenn sem hafa gert heimskulega hluti," segir Berbatov.

„Hann hefur beðist afsökunar og mun fá sínar refsingu. Vonandi mun hann læra af þessum mistökum og þau endurtaka sig ekki."

„Hjá Manchester United er hann á rétta staðnum til að verða frábær leikmaður. En bara ef hann heldur einbeitingu og eltir sín markmið. Hann verður að halda sér á réttri braut."

„Það koma hæðir og lægðir á ferlinum en mikilvægt er að halda einbeitingu. Ef hann nær því þá verður hann í fínum málum," segir Berbatov.

Þarf að hlusta á Solskjær
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, á í nánu sambandi við Greenwood. Hann hitti hann fyrst þegar hann var sjö ára gamall.

„Ég tel að þeir muni eiga gott samtal. Ole var sóknarmaður og Greenwood er sóknarmaður. Ole mun gefa honum réttu ráðleggingarnar á réttum tímum, ég er sannfærður um það. Vonandi getur hann lært af mistökum sínum. Ef þetta endurtekur sig getur hann bara sjálfum sér um kennt," segir Berbatov.
Athugasemdir
banner
banner
banner