Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 09. september 2020 21:04
Victor Pálsson
Pepsi Max-kvenna: Sveindís frábær í sigri Breiðabliks
Kvenaboltinn
Sveindís Jane átti stórleik.
Sveindís Jane átti stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 1 Stjarnan
1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('16 )
1-1 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('40 )
2-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('64 )
3-1 Rakel Hönnudóttir ('84 )
Lestu nánar um leikinn hér

Breiðablik fékk í kvöld þrjú mikilvæg stig í Pepsi Max-deild kvenna en liðið spilaði við Stjörnuna á heimavelli sínum, Kópavogsvelli.

Blikar eru að berjast á toppnum ásamt Val en fjögur stig skildu liðin að fyrir viðureignina eftir sigur Vals á Selfossi fyrr í kvöld.

Þær grænklæddu skoruðu fyrsta mark leiksins en Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum í netið eftir hornspyrnu þegar 16 mínútur voru komnar á klukkuna.

Staðan var 1-0 þar til á 40. mínútu er Aníta Ýr Þorvaldsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna eftir klaufaleg mistök Blika. Rakel Hönnudóttir átti í raun stungusendingu á Anítu sem nýtti sér mistökin og jafnaði metin.

Á 64. mínútu var staðan orðin 2-1 fyrir heimastúlkum en Sveindís skoraði þá sitt annað mark fyrir Blika eftir aðra hornspyrnu.

Rakel sjálf bætti svo upp fyrir eigin mistök fyrr í leiknum og innsiglaði 3-1 sigur Breiðabliks á 84. mínútu eftir undirbúning frá Sveindísi.

Blikar eru nú með 33 stig í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Val en eiga þó leik til góða.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner