Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. september 2020 19:25
Victor Pálsson
Sandro Tonali lánaður til AC Milan (Staðfest)
Mynd: AC Milan
Miðjumaðurinn efnilegi Sandro Tonalo er genginn í raðir ítalska stórliðsins AC Milan en þetta var staðfest í kvöld.

Tonali gerir eins árs langan lánssamning við Milan og mun berjast um byrjunarliðssæti á næstu leiktíð.

Milan getur í kjölfarið keypt Tonali fyrir 18 milljónir evra næsta sumar og myndi hann samanlagt kosta í kringum 35 milljónir með bónusgreiðslum.

Tonali er aðeins 20 ára gamall en hann lék með Brescia á síðustu leiktíð og vakti verðskuldaða athygli.

Einnig er tekið fram að Tonali hafi rætt við Gennaro Gattuso, fyrrum leikmann Milan, og beðið hann um leyfi til að klæðast treyju númer átta.

Gattuso var í uppáhaldi hjá Tonali er hann var yngri en í dag stýrir fyrrum miðjumaðurinn liði Napoli.

Athugasemdir
banner
banner
banner