banner
   fim 09. september 2021 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Agla María: Þetta er forréttindastaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sverrir Örn Einarsson
Stöð 2 Sport fékk viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur eftir öruggan 3-0 sigur Breiðabliks gegn Osijek í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Þetta er sögulegur sigur í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem Meistaradeild kvenna er með riðlakeppni. Hingað til hafa lið mæst í útsláttarkeppni.

Agla María skoraði og lagði upp í Kópavogi í dag og var ánægð að leikslokum.

„Þetta er forréttindastaða, að spila svona lengi og mæta svona góðum liðum. Ég kvarta ekki,“ sagði Agla María eftir leikinn.

„Það hjálpaði mikið til að fá mark snemma. Það var gott hversu agaðar og skipulagðar við vorum í vörninni, það skilaði sér í dag. Þær þurftu að fara framar og þá opnaðist pláss fyrir okkur."

Blikar geta mætt ýmsum andstæðingum í riðlakeppninni og segir Agla María leikmannahópinn vera sérstaklega spenntan fyrir því að geta mætt Barcelona.

Nokkur Íslendingalið eru í pottinum en dregið verður í riðlakeppnina á mánudaginn.

„Það er mjög góð stemmning í hópnum og það hefur sýnt sig. Við höfum spilað mjög þétt undanfarið og staðið vel saman og ætlum að klára þetta tímabil með stæl."
Athugasemdir
banner
banner