Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. september 2022 17:00
Enski boltinn
„Chilwell fullkominn vængbakvörður í þetta lið"
Markinu fagnað
Markinu fagnað
Mynd: EPA
Ben Chilwell átti heldur betur stóran þátt í sigri Chelsea á West Ham um síðustu helgi. Hann kom inn á sem varamaður á 71. mínútu þegar West Ham leiddi 0-1 á Stamford Bridge.

Rætt var um Chilwell í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn þar sem sjötta umferðin í úrvalsdeildinni var gerð upp. Fimm mínútum eftir að Chilwell kom inn á þá var hann búinn að jafna leikinn. Hann lagði svo upp sigurmarkið fyrir Kai Havertz á 88. mínútu.

„Ég held að hann sé búinn að negla sér inn byrjunarliðssæti, skorar og leggur upp. Mér finnst hann vera geggjaður leikmaður. Mjög hraður og hann býr svo mikið til. Ég veit ekki hvort Cucurella fari í hafsentinn, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Fyrir mér er Chilwell fullkominn vængbakvörður í þetta lið," sagði Aksentije Milisic í þættinum.

„Hann sýndi það áður en hann meiddist í fyrra hversu frábær hann er," sagði Sæbjörn Steinke.

„Hann lendir í þessum meiðslum. það tekur tíma að koma til baka. Það er samt hægt að setja risastórt spurningamerki við Fabianski í þessu marki en Chilwell gerir þetta vel, læðir boltanum inn," sagði Aksentije.

Chilwell, sem er 25 ára vinstri bakvörður, þarf að heilla nýjan stjóra því Thomas Tuchel var rekinn á miðvikudag og í gær var Graham Potter ráðinn. Potter spilar svipað leikkerfi, er með þrjá hafsenta og vængbakverði.

Chilwell glímdi við meiðsli risastóran hluta af síðasta tímabili. Hann byrjaði tímabilið frábærlega en í heildina spilaði hann einungis þrettán leiki í öllum keppnum vegna meiðsla.
Enski boltinn - Velkomnir úr draumalandinu og flókið draumalið
Athugasemdir
banner
banner
banner