fös 09. september 2022 09:43
Elvar Geir Magnússon
Eboue fékk Elísabetu til að hlæja í teboði
Elísabet og Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal.
Elísabet og Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Elísabet Englandsdrottning lést í gær, 96 ára að aldri. Þjóðarsorg ríkir á Bretlandi og allir fjölmiðlar eru fullir af minningargreinum og upprifjunum.

Eina fótboltaliðið sem var boðið í teboð til Elísabetar var lið Arsenal árið 2007.

Elísabet forfallaðist þegar hún átti að vígja Emirates leikvanginn árið á undan og ákvað að bæta upp fyrir það með því að bjóða Arsenal í teboð í Buckingham höll.

Það var Emmanuel Eboue sem stal senunni. Eboue er mikill sprelligosi og bað Thierry Henry hann sérstaklega um að hegða sér almennilega í húsi drottningarinnar.

Þegar Elísabet hafði tekið í hendur allra í liðinu þá tók Eboue eftir hundunum hennar og sagði við hana: „Ég vil ekki vera fótboltamaður lengur, ég vil vinna við að sjá um hundana þína. Ég vil fara með þá í göngutúr og gefa þeim að borða! Mig langar að verða hundavörður hjá þér."

Elísabet drottning hló að þessum orðum Eboue, líkt og Filippus prins og liðsfélagar hans hjá Arsenal.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner