Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mán 09. september 2024 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland tapaði í Tyrklandi - Þrenna frá Akturkoglu
Icelandair
Mynd: Getty Images

Tyrkland 3 - 1 Ísland
1-0 Kerem Akturkoglu ('2 )
1-1 Guðlaugur Victor Pálsson ('36 )
2-1 Kerem Akturkoglu ('52 )
3-1 Kerem Akturkoglu ('88 )
Lestu um leikinn


Tyrkir komust yfir eftir 78 sekúndna leik þegar Kerem Akturkoglu fékk boltann inn á teignum og átti laust skot sem hafnaði í markinu.

Það var hrollur í íslenska liðinu í fyrri hálfleik en þeim tókst að hrista hann af sér þegar Guðlaugur Victor Pálsson jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu, þriðja mark Íslands í síðustu tveimur leikjum eftir hornspyrnu.

Það var svipað handrit í seinni hálfleik. Akturkoglu kom Tyrkjum aftur yfir snemma í síðari hálfleik með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn.

Ísland náði fínum kafla eftir það en tókst lítið sem ekkert að ógna að markinu.

Akturkoglu fullkomnaði leik sinn síðan undir lokin þegar hann vippaði yfir Hákon Rafn Valdimarsson eftir sendingu frá Arda Guler og skoraði siitt þriðja mark og þriðja mark Tyrklands og innsiglaði sigur heimamanna.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 2 1 1 0 3 - 1 +2 4
2.    Wales 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
3.    Ísland 2 1 0 1 3 - 3 0 3
4.    Svartfjallaland 2 0 0 2 1 - 4 -3 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner