Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   mán 09. september 2024 12:36
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu stórkostlegt mark hjá sextán ára leikmanni Barcelona
Toni Fernandez.
Toni Fernandez.
Mynd: Getty Images
Efnilegir leikmenn koma á færibandi upp úr La Masia akademíu Barcelona og nú eru það frændurnir Toni Fernandez og Guille Fernandez sem eru að vekja mikla athygli.

Þeir eru báðir sextán ára og skoruðu báðir í 3-0 sigri varaliðs Barcelona, Barcelona Atletic, um helgina.

Markið hjá Toni var gjörsamlega stórkostlegt en með því varð hann yngsti markaskorari í sögu Barca B, hann er mánuði yngri en frændi sinn sem skoraði þriðja mark leiksins.

Markið hans Toni má sjá hér að neðan en hann klippir boltann inn á stórglæsilegan hátt eftir frábæra sókn og magnaða sendingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner