Efnilegir leikmenn koma á færibandi upp úr La Masia akademíu Barcelona og nú eru það frændurnir Toni Fernandez og Guille Fernandez sem eru að vekja mikla athygli.
Þeir eru báðir sextán ára og skoruðu báðir í 3-0 sigri varaliðs Barcelona, Barcelona Atletic, um helgina.
Þeir eru báðir sextán ára og skoruðu báðir í 3-0 sigri varaliðs Barcelona, Barcelona Atletic, um helgina.
Markið hjá Toni var gjörsamlega stórkostlegt en með því varð hann yngsti markaskorari í sögu Barca B, hann er mánuði yngri en frændi sinn sem skoraði þriðja mark leiksins.
Markið hans Toni má sjá hér að neðan en hann klippir boltann inn á stórglæsilegan hátt eftir frábæra sókn og magnaða sendingu.
Cousins Toni Fernandez and Guille Fernandez became the youngest goalscorers in Barca Atletic history on Saturday.
— Football España (@footballespana_) September 9, 2024
Toni's effort will live long in the memory on its own merit though. #FCBarcelona pic.twitter.com/aP0AIQWbzm
Athugasemdir