Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 09. október 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Nagelsmann næsti stjóri Manchester United?
Powerade
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Mourinho vill taka við Tottenham.
Mourinho vill taka við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag og pakki dagsins er langur og með nóg af áhugaverðum molum.



Manchester United er að íhuga að fá Declan Rice (20) miðjumann West Ham og Kalidou Koulibaly (28) varnarmann Napoli, sama hvort Ole Gunnar Solskjær verði áfram stjóri eða ekki. (Goal)

Manchester United ætlar að gefa Solskjær meiri tíma til að snúa við gengi liðsins þrátt fyrir verstu byrjunina í 30 ár. (Telegraph)

Aðrar fréttir segja að Solskjær verði rekinn frá Manchester United ef liðið tapar gegn Norwich í lok mánaðarins. (Sun)

Manchester United vill fá Julian Nagelsmann (32), þjálfara RB Leipzig, til að taka við af Solskjær. (Mail)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill selja Eric Dier (25), Christian Eriksen (27), Serge Aurier (26), Victor Wanyama (28) og Danny Rose (29) í janúar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. (Times)

Jose Mourinho er að skoða stöðuna hjá Tottenham en hann vill snúa aftur í fótboltann og taka við liðinu. (Mail)

Dele Alli (23), miðjumaður Tottenham, hefur ráðið næringarfræðing í von um að minnka meiðsli. Alli hefur meiðst fjórum sinnum aftan í læri undanfarið eitt og hált ár. (Mirror)

David Moyes er til í að taka við Everton á nýjan leik en Marco Silva stjóri liðsins er undir mikilli pressu. (Mirror)

Crystal Palace þarf að greiða 22 milljónir punda til að kaupa Michy Batshuayi (26) framherja Chelsea. Batshuayi var í láni hjá Chelsea á síðasta tímabili. (Express)

Dani Ceballos (23) segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann fór frá Arsenal á láni frá Real Madrid. Ceballos hefur endurheimt sæti sitt í spænska landsliðinu. (Goal)

Kevin Phillips, fyrrum framherji Sunderland, vill taka við sem stjóri liðsins eftir að Jack Ross var rekinn. (Star)

Dortmund, Arsenal, Juventus og PSG eru öll að skoða Karamoko Dembele (16) kantmann Celtic. (Bild)

Sam Allardyce telur mögulegt að Manchester United falli úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. (Talksport)

Lyon gæti ráðið Laurent Blanc sem þjálfara eftir að Sylvinho var rekinn. (L'Equipe)

Shkodran Mustafi (27), varnarmaður Arsenal, hefur svarað fyrir sig eftir að lesendur Marca völdu hann næst lélegasta varnarmann í heimi á eftir Phil Jones varnarmanni Manchester United. (Mail)

Reading ætlar að reka stjórann Jose Gomes úr starfi eftir fimm töp í síðustu sex leikjum. (Telegraph)

Enska úrvalsdeildin gæti misst eitt Meistaradeildarsæti ef nýjar reglur ganga í gegn. England myndi þá fá þrjú Meistaradeildarsæti í staðinn fyrir fjögur. (Mail)

Barcelona ætlar að bjóða Marc-Andre ter Stegen nýjan samning. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner