Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. október 2020 12:59
Elvar Geir Magnússon
AC Milan staðfestir að Gabbia hafi greinst með veiruna á Íslandi
Mynd: Getty Images
Búið er að fresta U21 landsleik Íslands og Ítalíu sem fram átti að fara í dag, ástæðan er sú að tveir leikmenn ítalska liðsins og einn starfsmaður greindust með Covid-19 eftir skimun á flugvellinum í Keflavík.

AC Milan hefur tilkynnt að varnarmaðurinn Matteo Gabbia hafi greinst með veiruna hér á landi.

Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað alla þrjá leiki Milan í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.

Stefnan var að hann myndi leika sinn fjórða U21-landsleik á Íslandi en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner