Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2020 10:23
Elvar Geir Magnússon
Búið að fresta U21 landsleik Íslands og Ítalíu
Mynd: Getty Images
Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hefur U21 landsleik Íslands og Ítalíu, sem fram átti að fara í dag, verið frestað.

Þrír aðilar í ítalska hópnum sem er staddur hér á landi hafa greinst með Covid-19 eins og fram kom í morgun.

Uppfært: KSÍ hefur nú staðfest frestunina en sagt er að leiknum hafi verið frestað um óákveðinn tíma.

Áður en ítalski hópurinn ferðaðist til Íslands greindust tveir leikmenn með veiruna. Þeir voru fjarlægðir úr hópnum og fengu allir aðrir neikvæða niðurstöðu úr skimun.

Við komuna til Íslands greindust hinsvegar tveir leikmenn til viðbótar sýktir og auk þess starfsmaður. Íslensk stjórnvöld hafa því sett allan ítalska hópinn í sóttkví.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner