Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2020 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð upp fyrir Ísland á markatölu í U21 riðlinum
Frá U21 landsliðsæfingu í gær.
Frá U21 landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svíþjóð er komið upp fyrir Íslands í riðlakeppni undankeppninnar fyrir EM U21 landsliða.

Ísland átti að spila við Ítalíu á Víkingsvelli í dag en þeim leik var frestað um óákveðinn tíma eftir að þrír aðilar í ítalska hópnum greindust með Covid-19 eftir komuna til Íslands. Íslensk stjórnvöld hafa því sett allan ítalska hópinn í sóttkví.

Það fór einn leikur fram í riðli okkar Íslendinga í dag. Svíþjóð tók á móti Lúxemborg og vann mjög svo þægilegan sigur, 4-0.

Svíþjóð er búið að jafna Ísland að stigum en er fyrir ofan Ísland á markatölu. Ísland, sem er núna í fjórða sæti riðilsins á leik til góða á Svíþjóð.

Ísland hafði betur gegn Svíþjóð, 1-0, þegar liðin áttust við á Víkingsvelli í síðasta mánuði.

Írland er á toppnum með 16 stig, Ítalía er með 13 stig og svo koma Svíþjóð og Ísland með 12 stig. Ísland og Ítalía eiga leik til góða á Íra og Svía. Toppliðið fer beint á EM og fimm lið með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum níu fara einnig á mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner