lau 09. október 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrði hvers vegna Ísak byrjaði ekki
Veggirnir eru alveg nógu margir akkúrat núna
Icelandair
Ísak Bergmann skoraði mark Íslands í gær.
Ísak Bergmann skoraði mark Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson átti góðan leik gegn Armenum í gær. Hann varð yngsti landsliðsmaðurinn í sögunni til að skora mark og var valinn maður leiksins hér á Fótbolta.net.

Ísak byrjaði á bekknum en spilaði seinni hálfleikinn. Í uppbótartíma fékk hann gult spjald og verður því í banni á móti Liechtenstein á mánudag.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Armenía

Landsliðþsjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í innkomu Ísaks.

„Ísak er ekki átján ára þegar við tölum um leikskilning. En það sem ég þarf að passa í þessu er að það er voðalega auðvelt að henda þeim [ungu strákunum] bara öllum inn á í byrjunarliðið alltaf. Það mun bara verða til þess að þeir munu lenda á fleiri veggjum. Veggirnir eru alveg nógu margir akkúrat núna. Það er okkar starf að taka réttar ákvarðanir með 18-20 ára stráka; hvenær þeiga byrja inn á og hvenær þeir eiga að koma inn á."

„Ísak kom inn á og skoraði mjög gott mark. Hann átti annað mjög gott færi sem hann hefði kannski átt að taka með hægri, ég á eftir að skoða það. Það er akkúrat þetta sem er svo skemmtilegt, að reikna út hvenær þeir eiga að byrja og hvenær við hvílum þá."

„Við hvíldum Andra Fannar og Andra Lucas í dag. Ef ég mætti bara hugsa um sjálfan mig þá hefði ég haft þá annað hvort í liðinu eða á bekknum. Þá gæti vel verið að þeir hefðu meiðst og þá stoppum við þróunina á þeim sem við viljum ekki gera."

„Við viljum að þeir verði tilbúnir sem fyrst að spila sem flesta leiki. Það er akkúrat það sem við erum að reyna að gera og í samvinnu við Davíð Snorra [Jónasson þjálfara U21 landsliðsins] og í samvinnu við U19 ára liðið. Þetta er það sem við erum að reyna púsla saman,"
sagði Arnar.

„Nei ég er ekkert svekktur yfir því. Ég reyndi að koma inn og gera mitt besta, hjálpa liðinu eins og ég gat. Við náðum ekki að vinna leikinn en mér fannst ég ná að hjálpa liðinu,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi.

Tengt efni:
Ísak: Ekki svekktur að byrja á bekkum - Fannst ég hjálpa liðinu
Ánægður með brot Ísaks þrátt fyrir að hann sé kominn í bann
Leikskilningur á heimsmælikvarða - „Virkar mikill fótboltanörd"
Bætti met föðurbróður síns - „Var með markmið að slá það"
Athugasemdir
banner
banner